1. Almennt
Þessir Plugsurfing notendaskilmálar („notendaskilmálar“) ásamt persónuverndartilkynningu Plugsurfing gilda um notkun þína á þjónustu sem veitt er af Plugsurfing GmbH („þjónusta). Þjónusta getur falið í sér, en takmarkast þó ekki við, farsímaforrit og/eða vefsíður sem rekin eru af Plugsurfing GmbH undir eigin merkjum og merkjum samstarfsaðila með hverjum þú getur fundið og fengið aðgang að hleðslustöðvum á þínu svæði, pantað hleðslulykla sem gera þér kleyft að hefja hleðsluferlið á hleðslustöðvum sem í boði eru og eru reknar afrekstraraðilum hleðslustöðva og að borga viðeigandi gjöld fyrir hleðslu sem þú hefur hafið.
Tilvísanir til „Plugsurfing“ í þessum notendaskilmálum skal skilja sem tilvísun til Plugsurfing GmbH og/eða allra samstarfsaðila þess asem leyfi hafa til að reka hluta þjónustunna fyrir hönd Plugsurfing GmbH (þar með talið, en ekki takmarkað við, útgefendur reikninga og veitendur þjónustu við viðskiptavini).
2. Samþykki
Með því að skrá þig fyrir þjónustunni og samþykkja þessa notendaskilmála gerir þú samkomulag við Plugsurfing GmbH sem leyfir þér að nota þjónustuna. Allar færslur sem eru hluti þjónustunnar þar með talið, en ekki takmarkað við, pöntun hleðslulykla og hafning hleðslu fer eftir slíku samkomulagi. Ekki er hægt að skrá sig án þess að samþykkja notendaskilmálana.
3. Verð
Öll viðeigandi verð eru gild, innifela VSK og eru gefin upp fyrir upphaf hleðslu, áður en hleðslulykill er pantaður eða áður en nokkur önnur færsla á sér stað. Verð kunna að vera sýnd sem gjóld á kWst af notaðri orku, bílastæðagjöld oreða blokkandi gjöld fyrir hluta eða allan tíma sem lagt er við hleðslustöð, upphafsgjöld hleðslu og tímagjöld hleðslu (gjöld sem byggjast á tíma hleðslunnar eiga ekki við í Þýskalandi eða annarsstaðar þar sem slík gjöld eru óheimil samkvæmt lögum). Þú staðfestir endanlegt verð til greiðslu fer eftir notkun þinni, tildæmis þeirri orku sem þú notar og er þess vegna ekki alltaf gefið upp áður en hleðsla hefst.
4. Skyldur þínar
- Þú skalt nota hleðslustöðina rétt og samkvæmt uppgefnum leiðbeiningum og tryggja að hleðslustöðin hæfi bílnum sem á að hlaða. Ennfremur skaltu ekki nota hleðslustöðvar sem sýna villuboð eða eru sýnilega skemmdar eða bilaðar.
- Það er á þína ábyrgð að tryggja að skráð greiðslukort sé í gildi, hafi nóga innistæðu og sé ekki lokað. Ef færsla fer ekki í gegn áskilur Plugsurfing sér rétt til að stöðva aðgang þinn að þjónustunni eða hluta hennar tímabundið þar til útistandandi skuld er að fullu greidd. Plugsurfing hefur rétt til að sækja greiðslur frá þér erftir öðrum leiðum, til dæmis með að senda aðskilinn reikning fyrir þjónustunni.
- Við skráningu skaltu gefa upp netfang þitt og valið aðgangsorð til að skrá þig inn á Plugsurfing reikninginn þinn. Þú þarf að gæta þess að lykilorð þitt sé ekki misnotað af öðrum og tilkynna Plugsurfing strax um alla misnotkun sem upp kemur. Það er á þína ábyrgð að lykilorð þitt sé öruggt, að skrifa lykilorðið ekki niður svo þriðji aðili skilji til hvers það er notað og fyrir að nota lykilorðið ekki á annan hátt sem gerir öðrum kleift að nálgast upplýsingarnar.
- Það er á þína ábyrgð að fylgja reglum og takmörkunum á lagningu ökutækja við hleðslustöðina (til dæmis rituðum leiðbeiningum á hleðslustöðinni eða leiðbeiningum starfsmanna rekstraraðila hleðslustöðvarinnar).
- Rafmagnsbíllinn sem á að hlaða og öll verkfæri sem þú kemur með (svosem straumbreytar, millistykki eða leiðslur) skulu uppfylla skilyrði notkunarinnar, hæfa tengingu við hleðslustöðina og vera í samræmi við lög og reglur. Plugsurfing tekur ekki ábyrgð gagnvart þér ef galli eða tjón stafar af galla í rafmagnsbílnum og/eða verkfærum sem notuð eru, nema þegar slík ábyrgð kemur beint til af völdum gáleysis, vítaverðs gáleysis eða óviðeigandi háttsemi Plugsurfing, forsvarsmanna þess eða staðgengla þess.
5. Hleðslustöðvar
- Þú getur hafið hleðsluferli á hleðslustöðvum sem tiltækar eru gegnum þjónustuna með því að nota farsímaforrit eða hleðslulykil, eða með því að skanna QR kóða við hleðslustöðina. Það kann að taka breytingum hvaða hleðslustöðvar eru tiltækar.
- Hleðslustöðvar sem tiltækar eru gegnum þjónustuna eru reknar af rekstraraðilum hleðslustöðva sem eru ábyrgir fyrir að (i) tryggja virkni og viðhald hleðslustöðva sinna og (ii) veita réttar upplýsingar er kemur að hleðslustöðvum sínum. Plugsurfing getur ekki ábyrgst virkni eða aðgengi hleðslustöðvanna eða áreiðanleika slíkra upplýsinga. Plugsurfing mun hinsvegar gæta þess að taka saman og sýna viðeigandi upplýsingar um hleðslustöðvarnar í þjónustunni.
- Greiðslukerfi forritsins sem og hleðslulykillinn virka aðeins innan Plugsurfing kerfisins.
6. Greiðslumátar
- Tiltækir greiðslumátar eru tilgreindir í þjónustunni. Þegar þú hefur hleðsluferlið getur Plugsurfing staðfest greiðslumáta þinn með því að gefa út tímabundna færsluheimild frá bankanum þínum. Vinsamlegast hafðu samband við Plugsurfing ef þú telur að greiðsluupphæðin sé röng eftir að þú hefur lokið gjaldfærsluferlinu.
7. Tilkynningarskylda
- Þér er skylt að tilkynna Plugsurfing um það ef þú telur að hleðslulykill þinn hafi verið notaður í óleyfi eða á óleyfilegan hátt.
- Ef hleðslulykillinn eða síminn sem forritið er sett upp á týnist, skaltu tilkynna það til Plugsurfing tafarlaust. Ef þú tilkynnir ekki slíkt og hleðslulykillinn eða síminn heldur áfram í óleyfilegri notkun áskilur Plugsurfing sér rétt til að sækja allt tap sem af því hlýst í formi bóta frá þér, eins og heimilt er að skráðum lögum. Svo það sé ljóst, þá felur þessi grein ekki í sér að við sækjum auknar bætur á hendur þér sem neytanda, heldur áskiljum við okkur aðeins rétt á bótum samkvæmt skráðum lögum.
- Plugsurfing mun loka hleðslulyklinum eftir að tilkynning berst um að hann hafi týnst eða honum stolið. Ekki er hægt að opna aftur lykil sem þannig hefur verið lokað. Þú getur hinsvegar pantað nýjan hleðslulykil frá Plugsurfing, samkvæmt þeim skilmálum sem þá eru í gildi.
8. Skaðabótaskylda
Plugsurfing er ábyrgt fyrir brotum gegn lífi, limum og heilsu, sem og öðru tjóni, að svo miklu leyti sem slíkt tjón kemur til vegna brota á grundvallar samningsskyldu eða af ásetningi eða vítaverðu gáleysi Plugsurfing, lagalegra forsvarsmanna þess eða staðgengla þess. Ef um er að ræða minni háttar gáleysisbrot á grundvallarsamningsskyldu er Plugsurfing ábyrgt fyrir fyrirsjáanlegu tjóni, sem almennt getur risið af slíkum samningi. Grundvallarsamningsskyldur eru þær skyldur hverra uppfylling tryggir framkvæmd samningsins eða á uppfyllingu hverra þú treystir og máttir treysta. Plugsurfing skal ekki ábyrgt fyrir öðru tjóni. Skylduábyrgð undir viðeigandi lögum um ábyrgð vöru er ekki skert.
9. Óviðráðanleg atvik
Plugsurfing tekur hér ekki ábyrgð á seinkunum eða vanefndum á skyldum þess ef slíkar seinkanir eða vanefndir koma til af aðgerðum stjórnvalda, breytingum á lögum, stríði, skemmdarverkum, seinkunnar eða brests í flutningi, truflunum á rafmagni, síma eða öðrum umferðar og fjarskiptaleiðum, verkfalli, sniðgöngu, heimsfaraldurs, farsóttar eða af öðrum sambærilegum aðstæðum sem Plugsurfing hefur ekki stjórn á. Ofangreint á einnig við ef Plugsurfing er viðfang verkfalls, sniðgöngu og/eða hafnbanns.
10. Samningsslit
Þú mátt loka reikningi þínum hvenær sem er ef þú kýst að hætta að nota þjónustuna. Eftir lokunina munt þú ekki lengur hafa aðgang að þjónustunni. Eftri að hafa gefið þér viðvörun getur Plugsurfing lokað reikningi þínum eða skert aðgang að vissum hlutum þjónustunnar hafir þú brotið í bágavið þessa notendaskilmála.
Samningsslitin hafa ekki áhrif á tilkomnar kröfur vegna hleðslna sem þegar hafa verið framkvæmdar.
Fyrir frekar upplýsingar varðandi samningsslit, vinsamlegast lítið til uppsagnarstefnu okkar.
11. Breytingar
- Ef Plugsurfing ætlar að breyta þessum notendaskilmálum einhliða skal Plugsurfing birta þér breytingarnar á formi texta eigi síðar en sex (6) vikum áður en breytingarnar eiga að taka gildi. Þú getur samþykkt fram settar breytingar eða sett þig á móti þeim með því að andmæla þeim áður en þær taka gildi. Ef þú andmælir ekki tilvonandi breytingum áður en þær taka gildi telst það sem samþykki þitt fyrir breytingunum og munu breytingarnar þá taka gildi á tilsettum tíma, að því gefnu að:
- Plugsurfing hafi birt þér breytingarnar á formi texta eigi síðar en sex (6) vikum áður en breytingarnar eiga að taka gildi;
- Tilvonandi breytingar hafi hvorki áhrif á helstu samningsskyldur, þar með talið tegund og gildissvið samþykktra samningsskyldna, svosem vöru sem kemur til afhendingar og þjónustu sem veita, né skilmála samkomulagsins (þar með talin ákvæði um samningsslit. Slíkar breytingar krefjast gagnkvæms samþykkis; og
- tilvonandi breytingar eru nauðsynlegar til að:
- Laga notendaskilmálana að aðstæðum sem ekki voru fyrirsjáanlegar þegar samningurinn var gerður sem Plugsurfing olli ekki og getur ekki haft áhrif á, og gæti haft áhrif á jafnvægi í samningssambandinu að litlu leyti (t.d. í sambandi við tæknilegar útfærslur almenns raforkukerfis, vefkerfis eða samksiptakerfis sem þörf er á til að reka hleðsluferlið); eða
- Koma í veg fyrir að gat myndist í samningssambandinu eftir að samningur kemst á (t.d. ef eitt eða fleiri ákvæði þessara notendaskilmála reynast óviðunandi, ógild eða óleyfileg að dómi) sem veldur litlum vandkvæðum í reynd á veitingu þjónustu til þín eða verður til þess að akvæði þjónustu brjóti í bága við gildandi ákvæða laga eða reglna.
- Plugsurfing skal, ásamt því að leggja til breytingarnar samkvæmt grein (2), sérstaklega beina athygli þinni að rétti þínum til að hafna fram settum breytingum og afleiðingum þess að andmæla ekki breytingunum áður en þær eiga að taka gildi. Ef Plugsurfing gerir það ekki munu fram settar breytingar ekki taka gildi nema með skýru samþykki þínu.
- Þar sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum, hefur þú rétt á að loka reikningnum samkvæmt notkunarskilmálum með 30 daga fyrirvara ef þú vilt ekki samþykkja breytingu sem gæti átt við um þig. Þetta á ekki við ef breytingin felur aðeins í sér minniháttar breytingar á notkunarskilmálunum. Ef þú tilkynnir um höfnun þína eða þú lýsir ekki yfir nauðsynlegt samþykki á fyrrnefndu sex (6) vikna tímabili, þá getur Plugsurfing sagt upp reikningnum þínum samkvæmt notkunarskilmálum með 30 daga fyrirvara. Uppsögn annars hvors aðila hefur ekki áhrif á fyrirliggjandi kröfur með tilliti til gjaldtökuferla sem þegar hafa átt sér stað.
12. Pöntun Hleðslulykils
- Plugsurfing getur boðið upp á pöntun hleðslulykla í gegnum þjónustuna. Verð fyrir hleðslulykilinn, formsatriði greiðslu og áætlaður afhendingartími munu koma fram í pöntunarferlinu.
13. Gagnavernd
- Plugsurfing eða þjónustuaðilar sem leyfi hafa til safna, vinna og nota gögn er þig varða til framkvæmdar samningssambandinu samkvæmt ákvæðum almennu persónuverndarreglugerðinni (GDPR) (2016/679) og öðrum viðeigandi landslögum um gagnavernd.
- Sértækt auðkennisnúmer sem notað er til að auðkenna þig, persónuupplýsingar og upplýsingar um færslur geta verið afhentar rekstraraðila hleðslustöðvar til að virkja hleðslustöðina, leysa möguleg vandamál varðandi hleðsluþjónustuna eða vegna reikningagerðar. Persónu upplýsingar, samskiptaupplýsingar og upplýsingar um færslur kunna einnig að vera afhentar samstarfsaðilum Plugsurfing í tilgangi reikningagerðar og notendaþjónustu.
- Frekari upplýsingar um vinnslu Plugsurfing á persónuupplýsingum má finna í persónuverndartilkynningu Plugsurfing.
14. Úthlutun
Plugsurfing er heimilt að úthluta, flytja, áframvísa eða skuldfæra öll þau réttindi, hagsmuni og skyldur sem tilgreind eru í þessum notkunarskilmálum án þíns samþykkis.
15. Gildandi lög og lögsaga
- Þessir notendaskilmálar fara að gildandi lögum í því landi sem þú hefur búsetu í.
- Ef þú ert rekstraraðili og mögulegur ágreiningur á við um fyrirtæki þitt eða atvinnustarfsemi eru dómstólar í Berlín, Þýskalandi til þess bærir að leysa úr ágreiningi sem kann að rísa af þessum notendaskilmálum. Ef þú ert neytandi á þessi takmörkun ekki við um þig.
- Plugsurfing vill ekki og þarf ekki að taka þátt í lausn ágreiningsmála frammi fyrir yfirvaldi neytendamála í skilningi þýskra laga um úrlausn neytendamála.
- Þú hefur eftirfarandi úrræði utan dómstóla: með European Online Dispute Settlement Platform hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins sett á fót evrópskan vettvang fyrir úrlausn ágreiningsmála (ÚÁ vettvangur). Neytendur geta nota ÚÁ vettvanginn til að leysa úr utan dómstóla ágreiningi sem rís af samningum á netinu við fyrirtæki skráð innan ESB.